Um
Sharecurely
Sharecurely var stofnað til að mæta þeirri þörf sem nútímasamfélag hefur fyrir öruggar gagnasendingar.
Markmið Sharecurely er að gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að stýra og veita yfirsýn yfir dreifingu viðkvæmra gagna.
Allar gagnasendingar Sharecurely eru dulkóðaðar enda á milli (end-to-end encrypted) sem tryggir að enginn nema viðtakandinn, ekki einu sinni Sharecurely, hefur aðgang að þeim gögnum sem send eru. Við notumst einnig við rafræn skilríki til að tryggja að aðeins valinn viðtakandi hafi aðgang að þeim gögnum sem send eru.